Skilmálar

Skilmálann staðfestir kaupandi með staðfestingu á kaupum.


Seljandi er Graf
skiltagerð slf., kt. 680113-2110  Vsk.nr. 112983, Síðumúli 1, 108 Rvk.
Kaupandi er sá aðili sem skráður er kaupandi á reikningi. Kaupandi verður að
vera orðinn að minnsta kosti 16 ára til að versla á www.graf.is. 

Skilmálar þessir gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á
vefversluninni, graf.is Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur
seljanda annarsvegar og kaupanda hinsvegar. Til þess að tryggja rétt bæði
kaupanda sem og seljanda höfum við að leiðarljósi lög um réttindi, persónuvernd
og rafræn viðskipti (lög nr. 77/2000, nr. 30/2002 og nr. 48/2003). 

Almennt

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um
prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu. Ef fram kemur fleiri en ein vara á
mynd telst söluvara sú sem fram kemur í vöruheiti eða lýsingu. Graf skiltagerð
slf. áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun
kaupanda ef varan er uppseld.

Verð 

Öll verð í netversluninni geta breyst án fyrirvara.
Það verð gildir sem kemur á pöntunarstaðfestingu kaupanda hverju sinni.
Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir
pöntun. Hann inniheldur allan kostnað við pöntun s.s. þjónustu, sendingargjad
og fl. Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með
VSK.

Pöntun vöru

Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á vefsvæði graf.is
telst hún bindandi milli aðila. Kaupandi fær pöntunarstaðfestingu senda á
netfang sem gefið var upp við pöntun. Kaupandi er hvattur til þess að kanna
sérstaklega hvort að pöntunarstaðfesting hafi borist frá seljanda og hvort hún
sé í samræmi við pöntun hans.

Greiðsla 

Mögulegt er að greiða fyrir vörukaup með kortum
(Mastercard og Visa). Greiðslan fer fram í gegnum örugga afgreiðslu Valitor
ehf. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa
pöntuninni.
Varan er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.
Reikingsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarrétt seljanda fyrr en
full greiðsla hefur borist seljanda.

Afhending vöru 

Pöntun er send á viðkomandi kaupanda með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Graf skiltagerð slf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá seljanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Sendingar skilmálar

Frí heimsending er á stöðluðum skiltum annað þarf að semja um.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur 

Hafi kaupandi keypt vöruna í gegnum graf.is hefur
kaupandi 14 daga til að hætta við kaup á vöru að því tilskildu að hann hafi
ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi óuppteknum upprunalegum umbúðum.
Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar
varan er afhend skráðum móttakanda. Óski viðskiptavinur eftir að skila vöru er
honum bent að hafa samband við Graf skiltagerð slf. í netfangið graf@graf.is. Graf
skiltagerð slf. endirgreiðir vöruna við fyrsta tækifæri en aðeins ef kvittun
fyrir kaupunum fylgir með. Upphæð endurgreiðslu skal vera sú sem kemur fram á
pöntunarstaðfestingu þó eru flutnings- og póstburðargjöld ekki
endurgreidd. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vörur sem er
skipt/skilað. Ekki er tekið við skilavöru séu þær sendar með póstkröfu. 
Hægt er að skipta öllum vörum svo lengi sem þær eru
ennþá í sölu. Þetta gildir þó aðeins ef varan er ónotuð og í upprunalegum
umbúðum með innsiglið.

Galli 

Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er
seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturkall
kaupa. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Seljandi
áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra
tímamarka. 
Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á
um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi
fékk vöru afhenta. Ef hinsvegar er að ræða sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð
á galla 1 ár. Ábyrgð er ekki staðfest nema pöntunarstaðfestingu og kvittun
fyrir kaupum sé framvísað. Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á
vöru. Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til rangrar meðferðar á
vöru.

Trúnaður 

Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar
upplýsingar við kaupin, svo sem heimilisfang og netfang. Seljandi heitir
kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum
við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum
kringumstæðum.

Höfundarréttur

Allt efni á vefsvæði graf.is er eign graf.is
eða eign birgja sem auglýsa og selja vörur sinar á vefsvæðinu.

Lögsaga og varnarþing 

Komi til málshöfðunar milli kaupanda og seljanda um
túlkun á skilmála þessa, gildi þeirra og efndir skal reka það fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur.

Upplýsingar um seljanda 

Nafn: Graf skiltagerð slf.

Heimilisfang: Síðumúli 1, 108 Rvk 

Sími: 663-0790

Netfang: graf@graf.is

Kennitala: 680113-2110

Vsk. númer. 112983

Félagið er skráð hjá fyrirtækjaskrá
Ríkisskattstjóra. 

Scroll to Top